Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2019 | 09:00

Matt Jones sigraði á Australian Open

Það var ástralski kylfingurinn Matt Jones, sem sigraði á Australian Open.

Sigurskor Jones var samtals 15 undir pari, 269 högg (67 65 68 69).

Fyrir sigurinn hlaut Jones $163,670, sem er u.þ.b. 20 milljónir íslenskar krónur.

Í 2. sæti varð Louis Oosthuizen 1 höggi á eftir á samtals 14 undir pari, 270 höggum (68 66 70 66).

Aðrir þekktir kylfingar, sem þátt tóku í mótinu í ár eru Paul Casey, Marc Leishman og Adam Scott.

Mótsstaður Australian Open var The Australian golfstaðurinn rétt fyrir utan Sydney – Mótið fór fram 5.-8. desember og lauk nú í morgun.

Sjá má lokastöðuna á Australian Open með því að SMELLA HÉR: