Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2020 | 13:00

Matthew mun leiða Solheim Cup lið Evrópu að nýju 2021

Fyrirliði evrópska sigurliðsins í Solheim Cup 2019, skoski kylfingurinn Catriona Matthew, mun leiða lið Evrópu að nýju 2021.

Takist henni að sigra, verður hún fyrsti evrópski kvenfyrirliðinn til þess að stjórna Solheim Cup liði Evrópu til sigurs tvisvar í röð.

Við útnefninguna sl. nóvember sagði Matthew m.a.:

Að vinna Solheim bikarinn í Skotlandi var draumur sem rættist, en að bakka sigurinn upp með sigri í Ameríku væri jafnvel enn betra.

Það er alltaf erfiðara að sigra í  Bandaríkjunum, en mér er það heiður að taka að mér þetta verkefni. Ég var svo heppin að vera hluti af fyrsta Evrópuliðinu sem sigraði í Bandaríkjunum, árið 2013, svo ég veit hvaða möguleikar eru í stöðunni. “

Matthew tilkynnti þegar við útnefninguna að hún myndi taka sömu varafyrirliða með sér til Bandaríkjanna og hún hafði í Skotlandi 2019 en það eru: Dame Laura Davies, Kathryn Imrie og Suzann Pettersen.