Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 3 af 20) Jack Nicklaus
Einn af mestu stórkylfingum heims, golfgoðsögnin Jack Nicklaus á að baki 18 risamótstitla, fleiri en nokkur annar og varð 72 í janúar s.l.
Skyldi hann sjá eftir nokkru? Gefum honum orðið:
„Chip Tom Watson á 17. braut á Pebble 1982, ég vil fá mulligan á þá holu… fyrir hönd Tom! Getum við gefið honum mulligan? Nei, í alvöru talað það eina sem ég vildi að ég hefði lokið við en lauk ekki var háskólanám. Að hljóta ekki gráðu frá Ohio State hafði engar stórvægilegar afleiðingar í lífi mínu, en það var meira í höfðinu á mér en nokkuð annað. Ég hafði setið nægilega marga tíma en ekki nógu marga í aðalvalfagi mínu (og því útskrifaðist Nicklaus ekki).
Hvað viðkemur golfinu sé ég eftir fáu, það er ekkert sem ég vildi fá mulligan á. Þau mistök sem ég gerði, lærði ég af. Stutta púttið sem ég missti á Opna bandaríska 1960, vegna boltamerkisins á púttlínunni minni var svekkjandi, en til langs tíma er betra að hafa tapað og lært en að hafa unnið og ekki lært neitt. Á Opna breska 1963 í Lytham & St. Annes, var ég með skolla á síðustu 2 holunum og komst ekki í umspil með þeim Bob Charles og Phil Rodgers, þar munaði bara 1 höggi. Mér finnst eftir á að líklega hafi ég verið betur settur að vinna ekki vegna þessarar lærdómsfullu reynslu. Þessir skollar komu mér að notum á ferli mínum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024