Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2019 | 14:00

Mickelson svarar gríni Bubba Watson

Phil Mickelson er aftur meðal keppenda á Wells Fargo Championship, í fyrsta sinn frá Masters risamótinu, fyrr í þessum mánuði.

Það að Phil snýr aftur á PGA Tour hefir leitt til aukinnar færslna hans á félagsmiðlum, en þar hefir hann verið undir góðlátlegum árásum frá margföldum sigurvegara  Masters, Bubba Watson að undanförnu.

Það var því komið að Phil að svara í sömu mynt.

Bubba sagði að sigur Tiger Woods hefði veitt honum innblástur til þess að fara í ræktina og vinna í sjálfum sér, en ekki þessar æfingar fyrir kálfana, sem Phil hefir orðið frægur fyrir á sl. vikum.  Fræg er mynd, sem birtist af kálfum Phil og má sjá hana hér að neðan:

Kálfar Phil Mickelson

Tiger Woods hefir veitt okkur ölllum innblástur, þannig að ég er í líkamsræktarsalnum heima hjá mér þennan morguninn,“ sagði Bubba. „Og kálfaæfingar Phil Mickelson? Hey, lítið á mig þetta er hvernig maður fer að því að vera með háar bombur. Það er í handleggjunum, maður. 2 kílóa þyngdir á armlóðum. PGA Championship. Háar bombur.“   Sjá Bubba gera grín að Phil á Instagram með því að SMELLA HÉR: 

Það kom ekki á óvart, að það tók Phil ekki langan tíma að svara hæðni Bubba og birti hann myndskeið sem hann nefndi: “Phil Kwan Do Calves: Parts 3, 4 and 5.

Þetta er hluti 5 hluta seríu – sem Phil lét útbúa eftir að ofanbirt mynd af kálfum hans fór eins og eldur í sinu um alla félagsmiðla, eftir nýja stefnu PGA Tour í málefnum stuttbuxna – Fyrsti hlutinn kom út 22. mars (Sjá með því að SMELLA HÉR:) og 2. hlutinn kom út nokkrum dögum síðar (Sjá með því að SMELLA HÉR:)

Á mánudeginum á Wells Fargo vikunni lauk Phil við seríuna með stuttu myndskeiði þar sem hann gerði grín að Bubba – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í myndskeiðinu segir Phil m.a.l:

There’s a lot of debate on how to hit bombs. Is it the arms? Is it the calves? Well, technically you don’t need either. I mean, Bubba Watson hits bombs. But it’s best if you at least have one, and if you are blessed to have both, well, then bombs are a given.

(Lausleg þýðing: „Það er mikið í umræðunni hvernig eigi að slá bombur. Er það í handleggjunum? Er það í kálfunum? Nú, tæknilega þarf hvorugt. Ég meina Bubba Watson slær bombur. En það er best að hafa a.m.k. eina ef þið eruð blessunarlega með hvorutveggja þá koma bomburnar sjálfkrafa.

Mickelson lauk myndskeiðinu með setningu sem Bubba segir alltaf í lokin á myndskeiðum sínum „you´re welcome.“ (Lausleg þýðing: „Verði ykkur að góðu!“