The Westman Islands golfcourse. Photo: eyjafrettir.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:30

Mikið um að vera í íslensku golfi um helgina

Þrjú stór mót fara fram á vegum Golfsambands Íslands um helgina og er samanlagður fjöldi keppenda um 400.

Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli og eru þar 150 kylfingar sem taka þátt í mótinu. Leiknir verða þrír hringir og hefst mótið á morgun og lýkur á sunnudag.

Leikið verður á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi og eru þar um 100 kylfingar skráðir til leiks.

Í Vestmannaeyjum fer fram Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri. Um 150 kylfingar eru þar skráðir til leiks og keppa um Íslandsmeistaratitilinn í nokkrum flokkum.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í öllum mótum í mótaskrá á golf.is.

Heimild: GSÍ