Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 22:00

Mo Martin efst á Opna breska e. 2. dag

Það er bandaríska stúlkan Mo Martin sem leiðir eftir 2. dag Ricoh Opna breska kvenrisamótsins.

Martin hefir 3 högga forystu á þá sem næst kemur, Beatriz Recari frá Spáni.

Martin er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69) en Recari á 141 höggi (74 67).

Nokkrar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Michelle Wie og Sandra Gal.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: