Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 08:00

Móðir Jason Day dáin úr krabbameini

Jason Day, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, greindi frá því sl. fimmtudag að móðir hans, Adenil „Dening“ Day, hefði látist eftir langa baráttu við krabbamein.

Dening ásamt syni sínum Jason Day og barnabarni

Jason sagði sig seint úr Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando, Flórída, í sl. viku. Hann sagði í færslu á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi látist á miðvikudagskvöldið í Ohio ,með fjölskylduna sér við hlið.

Í gærkvöldi dó mamma eftir að hafa barist við krabbamein í fimm ár,“ skrifaði Day á Instagram.

Við erum sogmædd en ótrúlega þakklát fyrir gjöfina sem við fengum, í því að hún bjó hjá okkur síðustu tvö árin.

Hún barðist svo hart fram á síðasta andardrátt.

Dening Day greindist með lungnakrabbamein árið 2017. Day greindi frá greiningunni á World Golf Championships Match Play Championship það ár.

Sjúkdómshlé varð eftir meðferð, en krabbameinið tók sig aftur upp fyrir nokkrum árum. Hún bjó með Day og konu hans, Ellie, á heimili þeirra í Columbus, Ohio, síðastliðin tvö ár.

Jason Day hefir nú misst báða foreldra sína úr krabbameini, en faðir hans, Alvyn , lést úr magakrabbameini þegar Day var aðeins 12 ára.

Móðir hans seldi húsið þeirra og fékk lánaða peninga svo hann gæti farið í heimavistarskóla, í golfprógramm, sem þar var.

Ég er henni að eilífu þakklátur fyrir fórnirnar sem hún færði, til að ég gæti náð árangri og fyrir manneskjuna sem hún hjálpaði mér að verða,“ skrifaði Day.

Við munum sakna hennar svo mikið.