Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 20:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (2): Ragnhildur og Dagbjartur sigruðu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem lauk í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ.

Þetta er annað mótið í röð þar sem Dagbjartur sigrar á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili – en hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra en Dagbjartur er fæddur árið 2002.

Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji.

Fimm efstu í karlaflokki:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-74-67) 210 högg (-6)
2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par)
5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)

Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja á +20 samtals.

Fimm efstu í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10)
2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20)
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26)
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29)

Texti: GSÍ -Mynd: Björgvin