Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2011 | 08:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Hatta-og pilsamót GK – 24. júní 2011

Hatta- og pilsamót GK fór fram 24. júní nú í sumar. Konur fjölmenntu í skemmtilegum pilsum og í fjölbreytilegum höfuðfötum.  Veðrið var eins og það gerist best, en mótið féll nokkuð í skuggann á Símamóti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fór á sama tíma á Hvaleyrinni. Í Hatta-og pilsamótinu voru spilaðar 9 holur á Sveinkotsvelli og er óhætt að segja að hvað verðlaun varðar, að engin hafi farið tómhent úr mótinu.  Hulda Hermannsdóttir vann höggleikinn.

Með því að smella hér má sjá myndaseríu úr mótinu: HATTA- OG PILSAMÓT GK 2011