Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2011 | 16:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Minningarmót Guðmundar Gunnarssonar, hjá GSG, 2. júní 2011

Uppstigningadag 2. júní 2011 fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði minningarmót um Guðmund Gunnarsson. Mótið var haldið til að heiðra minningu Guðmundar, sem lést í svefni aðfararnótt 9. ágúst 2010. Guðmundur var félagi í GKB & GR og lék oft á Kirkjubólsvelli og lék sinn síðasta hring á Kirkjubólsvelli daginn fyrir andlátið.

Þátttakendur voru 107 og luku 102 keppni, þar af 33 konur og lauk 31 kona keppni, sem er nokkuð hátt hlutfall kvenna í mótum.  Fyrir utan hversu vænn Sandgerðisvöllur er undir fótinn og konum, sem öðrum þykir gott að spila hann þá var keppt í bæði karla- og kvennaflokki.

Hér má sjá myndaseríu úr mótinu: MYNDASERÍA ÚR MINNINGAMÓTI GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR, 2. JÚNÍ 2011

Verðlaun voru veitt fyrir besta skor án forgjafar í báðum flokkum og að auki voru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti í punktakeppni í báðum flokkum.

Verðlaun voru eftirfarandi:
1. verðlaun er 20.000 inneign í Hole in One (bæði besta skor og m/punktum).

2. verðlaun 15.000 inneign í Hole in One

3. verðlaun 10.000 inneign í Hole in One

Eins voru veitt nándarverðlaun á 2., 15. og 17. braut.

 

Vinningshafar voru eftirfarandi:

Besta skor:

Í kvennaflokki: Sveinbjörg Lautsen, GA 92 högg

Í karlaflokki: Þórður Emil Ólafsson, GL 73 högg

 

Punktakeppni með forgjöf í kvennaflokki:

1. sæti Sveinbjörg Lautsen, GA 34 pkt.

2. sæti Elín Dröfn Valsdóttir, GL 33 pkt.

3. sæti Brynhildur Sigursteinsdóttir, GKB 30 pkt.

4. sæti Agnes Geirsdóttir, GS 29 pkt.

 

Punktakeppni með forgjöf í karlaflokki:

1. sæti Þór Ríkharðsson, GSG, 36 pkt.

2. sæti Sigurjón G. Ingibjörnsson, GSG, 35 pkt.

3. sæti Björn Ingvar Björnsson, GSG, 35 pkt.

4. sæti Jón Karl Ágústsson, GSG, 35 pkt.