Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 10:00

Myndskeið: Viðtal við Jessicu Korda á Morning Drive

Jessica Korda er aðeins 19 ára, en er þegar búin að innbyrða sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni.  Það gerði hún s.s. allir muna á ISPS Handa Women´s Australian Open, þar sem hún lenti í 6 stúlkna umspili og stóð í lokin ein uppi sem sigurvegari. Hún fagnaði sigrinum líkt og pabbi hennar, tennisleikarinn Petr Korda gerði 1998 þegar hann vann Australian Open í tennis með „skærastökki“ (ens. scissor kick – sjá mynd).

Foreldrar Jessie eins og hún er alltaf kölluð, Petr og Regina eru nefnilega heimsþekktir tennisleikarar frá Tékkóslóvakíu. Í skemmtilegu viðtali í bandaríska golfþættinum Morning Drive segir Jessie m.a. vera þakklát foreldrum sínum að hún hafi fengið að alast upp í frjálræðinu í Flórída, margir haldi að hún sé sænsk (útlitsins vegna), hún hafi hlotið mikinn stuðning eldri LPGA spilara, eins og t.d. Morgan Pressel, sem sé eins og eldri systir sín og eins Cristie Kerr og Nancy Lopez.

Aðspurður um skærastökkið sagðist Petr ánægður að dóttir hans hafi kosið að fagna eins og hann gerði og það hafi verið tilfinningaþrungin stund að sjá það.  Erfiðasti hluti þess að vera kaddý dóttur sinnar segir hann að halda á pokanum, sem sé þungur.  Hann sjái sig í framtíðinni fremur í hlutverki föður sem klappi og hvetji dóttur sína áfram á áhorfendapöllunum.  Petr taldi að bæði golf- og tennisguðirnir hefðu staðið með dóttur hans í Ástralíu.  En það er langbest að skoða bara viðtalið í heild:

Til þess að sjá viðtalið við Jessicu og Petr Korda á Morning Drive smellið HÉR: