Fyrst tökum við Augusta …. síðan R&A!
Eins og Golf 1 greindi frá í gær bárust þær óvæntu gleðifréttir frá Georgía í Bandaríkjunum s.l. mánudag, 20. ágúst 2012 að tveimur konum þeim Condoleezzu Rice og Dörlu Moore hefði verið boðið að gerast meðlimir í Augusta National – sem þær þáðu.
Flestir kannast við lag Leonard Cohen – First we take Manahattan… then we take Berlin. Fyrir þá sem ekki þekkja það SMELLIÐ HÉR:
Á sama hátt má segja að krafan sé að Augusta National sé aðeins byrjunin …. the Royal and Ancient Golf Club vagga golfíþróttarinnar í Skotlandi, þar sem eru 2400 meðlimir… allt karlar og engum konum heimil innganga, sé næst á dagskrá.
Margir golfklúbbar heimila aðeins körlum aðild… en gera verður þá lágmarkskröfu nú til dags að klúbbar sem eru í forsvari fyrir golfíþróttina séu jafnréttissinnaðri nú á 21. öldinni. Í slíkum höfuðvígum golfsins ætti engin mismunun að grassera. Allir golfklúbbar sem vilja teljast með fínni golfklúbbum ættu síðan að taka þá til fyrirmyndar.
Karlaklúbburinn í Muirfield, þar sem halda á Opna breska á næsta ári, mætti t.a.m. líta sér nær.
Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A getur ekki liðið vel með þetta – hann getur ekki verið minni maður en félagi hans Billy Payne, framkvæmdastjóri Augusta National, sem búinn er að rita nafn sitt í sögubækurnar!!!
Fyrst tökum við Augusta ….. síðan R&A!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024