NK: Í dag fer fram styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson á Nesvelli
Í dag, þriðjudaginn 24. júlí fer fram styrktarmót á Nesvellinum fyrir Ólaf Björn Loftsson úr Nesklúbbnum.
Í auglýsingu fyrir mótið segir:
„Leynt og ljóst hafa draumar Ólafs Björns Loftssonar undanfarin ár legið í átt að atvinnumennsku. Eftir farsælan áhugamannaferil bæði á námsárum sínum í Bandaríkjunum sem og hér heima þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik árið 2009, hefur Ólafur ákveðið að stíga næsta skref og gerast atvinnumaður í golfi í næsta mánuði. Stefnan er sett á úrtökumótin fyrir evrópsku og/eða bandarísku mótaröðina í haust og miðast æfingar Ólafs og áætlanir við það að vera sem best undirbúinn þegar þau mót hefjast.
Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður ræst út til klukkan 19:00. Ekki eru bókaðir rástímar heldur er boltarennan í gildi á fyrsta teig.
Leiknar verða 9 holur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik án forgjafar. Einnig verða veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir nákvæmasta teighögg ásamt því að dregið verður úr skorkortum.
Verðlaunaafhending er áætluð um klukkan 21:30.
Verð á hverjar 9 holur er 3.000.-kr. en þátttakendum er frjálst að leika fleiri hringi og telur þá besti hringurinn.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024