NK: Þórður Rafn sigraði í Einvíginu á Nesinu
Einvígið á Nesinu – Shoot out fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Þetta var í 16. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt fór það afar vel fram. Venju samkvæmt léku þeir kylfingar sem boðið var í mótið 9 holu höggleik í morgun. þar sigraði Örn Ævar Hjartarson en hann gerði sér lítið fyrir og lék á 31 höggi eða á fimm höggum undir pari vallarins. Þeir Björgvin Sigurbergsson og Þórður Rafn Gissurarson komu svo næstir, jafnir á 33 höggum. Tveir kylfingar, þeir Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Rósant Birgisson, NK léku einnig um eitt laust sæti í Einvíginu og hafði Arnór Ingi betur þar sem hann lék á 35 höggum.
Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi Guðrúnu Bergmann Fransdóttur, formanni Neistans, styrktarfélagi hjartveikra barna eina milljón króna.
Staðan í einvíginu varð eftirfarandi:
1. sæti – Þórður Rafn Gissurarson, GR
2. sæti – Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK
4. sæti – Guðjón Henning Hilmarsson, GKG
5. sæti – Björgvin Sigurbergsson, GK
6. sæti – Kristinn Óskarsson, GS
7. sæti – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
8. sæti – Örn Ævar Hjartarson, GS
9. sæti – Hlynur Geir Hjartarson, GOS
10. sæti – Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Heimild: nkgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024