Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur einn Íslendinga g. niðurskurð á Landeryd Masters

Fjórir íslenskir kylfingar kepptu í á Landeryd Masters mótinu í Linköping Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta eru þeir: Andri Þór Björnsson, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, og Ólafur Björn Loftsson, GKG.

Mótið stendur 25.-27. ágúst 2017.

Eini Íslendingurinn, sem komst gegnum niðurskurð var Haraldur Franklín Magnús, en hann lék á samtals 3 undir pari, 141 höggi (70 71) og fær því einn Íslendinganna fjögurra að spila lokahringinn í mótinu á morgun!

Sjá má stöðuna á Landeryd Masters með því að SMELLA HÉR: