Nýi humarskeljagolfboltinn
Við erum alltaf að leita að leiðum til þess að fara betur með umhverfið okkar. Hefðbundnir golfboltar eru ekki sérlega umhverfisvænir, sbr. eftirfarandi þýðingu greinarhöfundar á frétt CNN, sem birtist á iGolf, 8. nóvember 2010:
„Golfboltaúrgangur er að verða að umhverfislegu áhyggjuefni á þessari plánetu.
Þannig segir í frétt frá CNN:
„Rannsóknarteymi danska golfsambandsins komst að því að það tekur golfbolta milli 100 til 1000 ár að brotna niður með náttúrulegum hætti. Þetta eru hræðilegar staðreyndir þegar haft er í huga að talið er að um 300 milljónir golfbolta týnist eða sé hent í Bandaríkjunum einum saman… á hverju ári.
Umfang vandans hlaut staðfestingu nú nýlega í Skotlandi þar sem vísindamenn – sem voru að rannsaka vatnsdjúpin í von um að finna sannanir fyrir tilvist forsögulega Loch Ness skrímslisins – fundu þess í stað hundruðir þúsunda golfbolta á botni Lochsins (vatnsins).
Danska golfsambandið telur að golfboltar geti verið ógn við umhverfið þar sem það taki þá allt að 1000 ár að brotna niður og í ferlinu fara eitraðir þungmálmar út í umhverfið. Þessir þungmálmar festa „sig við grunnlög jarðar og eitra nærliggjandi jurta- og dýralíf“ þegar þeir eru í vatni. Þungmálmar sem notaðir eru við golfboltaframleiðslu eru tungsten, kóbalt og blý.“
Þetta eru slæmar fréttir þegar haft er í huga að lúxusferðamenn skemmtiferðaskipa finnst fátt skemmtilegra en að slá golfboltum svo þúsundum skiptir í Atlantshafið, Miðjarðarhafið, Kyrrahafið, Karabíahafið og Indlandshaf svo fáein höf, sem eru vinsælar leiðir skipanna, séu talin. Jafnvel strákarnir á frystitogurunum hér á landi, s.s. á Vigra RE 71 eru með 1. flokks aðstöðu til golfæfinga og dúndra golfboltunum út í haf.
Kylfingar úti á rúmsjó geta andað léttar og það sama er að segja um lífið í sjónum í kringum þá þökk sé vísindamönnum frá Maine háskóla í Bandaríkjunum.
Í samvinnu við „The Lobster Institute“ hafa David Neivandt, prófessor í líffræði og lífefnaverkfræði og rannsóknarnemi hans, Alex Caddell, frá Winterport í Maine þróað golfbolta, sem búinn er til úr humarskeljum og byrjar að brotna niður eftir 7 daga í sjó. Nýi golfboltinn var fyrst kynntur til sögunnar s.l. vor og fer í framleiðslu fljótlega. Boltinn er einkum ætlaður til notkunar á skemmtiferðaskipum, en ljóst er að ýmsir aðrir geta nýtt sér hann.
Reyndar er þetta frábær hugmynd fyrir íslensk sprotafyrirtæki í leit að nýrri framleiðsluvöru! Humarskeljar hlýtur að vera hægt að fá hér á landi í tonnatali.
Það var Carin Poeschel Orr, sem er með meistaragráðu í sjávarlíffræði í UMaine, sem stakk hugmyndinni að Bob Bayer í The Lobster Institute. Bayer sneri sér til prófessor Neivandt, sem er þekktur á campus-num fyrir frumlegar vandamála-lausnir.
Jafnvel þótt golfboltar hafi áður verið framleiddir sem brotna lífrænt séð niður, þá er þetta fyrsti golfboltinn, sem búinn er til úr muldum humarskeljum, með lífrænt niðurbrjótanlegu bindiefni og ysta lagi. Með framleiðslu boltans er búið til verðmæti úr úrgangi.
„Við erum hér að nýta hliðarhráefni í humarvinnsluiðnaðinum, sem er lítt unnið sem er og endar oft bara sem landfylling,“ sagði prófessor Neivandt. „Við notum hráefnið og breytum því í verðmæta afurð, sem vonandi finnst staður fyrir á markaðnum.“
Og þessir boltar ættu ekki að vera dýrari en aðrir. Lífrænt niðurbrjótanlegir boltar fást nú á Bandaríkjamarkaði fyrir $1 stykkið (u.þ.b. 120 ísl. kr.). Hráefnið kostar innan við 19 cent per bolta (þ.e. 24 kr.).
Rannsóknarneminn Caddell, sem sjálfur er kylfingur og átti sinn þátt í að þróa nýja humarskeljaboltann segir nýja humarskeljaboltann svipaðan hvítdælduðu frændum sínum. Hægt sé að slá humarboltann bæði með dræver og járnum.
„Flugeiginleikar hans eru undraverðir,“ sagði Caddell. „Hann flýgur ekki eins langt og venjulegur golfbolti, en samt jafnlangt og aðrir umhverfisvænir, lífrænt niðurbrjótanlegir golfboltar.“
UMain hefir einkaleyfi fyrir humaskeljablöndunni, sem einnig er hægt að nota til framleiðslu á öðrum vörum s.s. blómapottum, sem eyðast síðan í jörðinni.
Caddell, sem er nú á lokaári í lífefnaverkfræði og hefir þegar hlotið margar viðurkenningar, segir að það að nýta þekkingu sína úti í hinum raunverulega heimi sé hápunktur háskólanáms síns við háskólann í Maine.
„Ég hélt virkilega ekki að þetta myndi bera svona mikinn ávöxt,“ sagði Caddell. „Ég hugsa að það sem virkilega gerir UMain svona frábæran skóla er að það eru margir styrkir hérna öfugt við einkaskóla, þar sem er erfitt að fá rannsóknarmöguleika. Hérna eru margir prófessorar sem eru viljugir að taka að sér nemendur sem aðstoðarmenn. Maður situr ekki bara í tímum, heldur er hægt að stunda rannsóknir líka.“
Smellið hér til þess að sjá myndskeið með uppfinningarmönnum nýja humarskeljagolfboltans: NÝI HUMARSKELJAGOLFBOLTINN
Heimildir: CNN – Vigri RE 71 – Hooked on golf og umaine.edu
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024