Richard Bland.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (18. grein af 21): Richard Bland varð í 4. sæti í Q-school

Richard Bland fæddist í Burton upon Trent, Staffordshire, 3. febrúar 1973 og er því 39 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1996 og komst í lokaúrtökumótið í Q-school Evróputúrsins þegar árið 1997, en hlaut aðeins kortið á Áskorendamótaröðina fyrir keppnistímabilið 1998.

Árið 2001 vann hann í fyrsta sinn á Áskorendamótaröðinni á lokamóti keppnistímabilsins, Challenge Tour Grand Final. Með sigrinum fór hann upp stigatöfluna og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á Evrópumótaröðina, fyrir keppnistímabilið 2002.

Árangur Bland á nýliðaári hans var nokkur en hann lauk árinu í 73. sæti á stigalistanum og var besti árangurinn T-2 niðurstaða á eftir  Søren Hansen á Murphy’s Irish Open eftir umspil. Hann náði ekki að vinna sér inn nógu mikið verðlaunafé til að halda korti sínu, en hlaut alltaf kortið að nýju á Evrópumótaröðina gegnum Áskorendamótaröðina, t.a.m. 2004 og 2008 og í gegnum Q-school árið 2007.

Richard Bland er kvæntur konu sinni Caroline (frá árinu 2005) og þau búa í Southampton í Englandi.

Heimild: Wikipedia