Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (6. grein af 21): Wil Besseling, Matthew Southgate og Peter Gustafson
Nú verður fram haldið kynningunni á strákunum 37 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrinn, keppnistímabilið 2012 í gegnum Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni, í desember s.l. árs.
Í kvöld verða eftirfarandi kylfingar kynntir: Wil Besseling, Hollandi (varð í 26. sæti); Matthew Southgate, Englandi (varð í 27. sæti) og Peter Gustafson, Svíþjóð, (varð í 28. sæti).
Byrjum á Peter Gustafson
Peter Gustafsson fæddist í Orust, Svíþjóð, 17. ágúst 1976 og er því 35 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1999. Allt upp frá því hefir hann verið eilífðarkandídat í Q-school, hefir tekið þátt alls 9 sinnum og hefir einu sinni áður þ.e. 2004 komist á Evróputúrinn í gegnum lokaúrtökumót Q-school.
Gustafsson býr í Andalucia í Spáni og er meðlimur í San Roque Club. Meðal áhugamála hans eru matur og vín, söfn, íþróttir almennt og bókalestur. Einkennandi fyrir Peter Gustafson er ást hans á fjöllita golfhöttum, sem hann er með úti á velli
Lesa má allt nánar um Peter Gustafson á heimasíðu hans HÉR:
Matthew Southgate.
Matthew Southgate fæddist 3. október 1988 og er því 23 ára. Fyrir aðeins 2 árum vann Southgate á snókerstað, en spilar nú golf meðal þeirra bestu í Evrópu eftir að hafa orðið nr. 27 í Q-school, þrátt fyrir meiðsli í öxlum og baki. Hápunktur góðs áhugamannaferils Matthew Southgate var sigur hans á St Andrews Links Trophy, árið 2010.
Matthew gerðist atvinnumaður stuttu eftir að hann hætti við skólagöngu sína í háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hann sagðist hafa haft heimþrá og reyndi fyrir sér á Áskorendamótaröðinni 2011, þar sem hann varð 4 sinnum meðal 10 efstu, m.a. náði hann 2. sætinu á Scottish Hydro Challenge. Hann varð í 26. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Matthew Southgate sagðist hafa heillast af golfíþróttinni eftir að hafa horft á Seve Ballesteros sigra Opna breska á St Andrews árið 1984.
Lesa má allt nánar um Matthew Southgate á heimasíðu hans HÉR:
Wil Besseling
Wil Besseling fæddist 9. desember 1985 í Hoorn í Hollandi og er því 26 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2006.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024