Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jeff Winther (30/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var einn í 8. sætinu á samtals 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.
Sex „strákar“ deildu með sér 2. sætinu en það voru: Jacques Kruyswijk frá S-Afríku, Andrea Pavan, Ítalíu; Pontus Videgren, Svíþjóð; Anders Hansen og Jeff Winther,frá Danmörku og Charlie Ford, Englandi, en þeir léku allir á samtals 19 undir pari, hver.
Andrea Pavan, Anders Hansen og Charlie Ford hafa þegar verið kynntir og í dag er það Jeff Winther.
Jeff Winther fæddist 30. mars 1988 og er því 29 ára.
Hann er með hávaxnari kylfingum á Evróputúrnum 1,94 m á hæð og 82 kg.
Winther vann sem vallarstarfsmaður í Nivå Golf í Kokkedahl, en var sagt upp í hruninu, en það var til þess að hann vann meira í golfleik sínum.
Winther gerðist atvinnumaður í golfi 2012. Fyrst um sinn byrjaði hann að feta sig áfram í 3. deildinni Nordic Golf League og þar sigraði hann í aðeins 5. skipti sem hann tók þátt í móti á mótaröðinni.
Næsta ár (2013) vann hann tvívegis og færðist upp í 2. deildinna þ.e. Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour.)
Hann náði fyrst inn á Evróputúrinn 2015 eftir að hafa náð að vera meðal efstu 15 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hélt síðan kortinu sínu með frábærri frammistöðu bæði 2016 og síðan núna 2017.
Winther er mikill áhugastangveiðimaður og sagt er að hann taki stöngina með sér hvert sinn sem hann spilar á nýjum stað í golfmóti í von um að komast í stangveiði líka.
Winther er sem stendur nr. 413 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024