Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Scott Gregory (17/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér.

Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir.

Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum.

Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu.

Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ á Evróputúrinn í ár gegnum lokaúrtökumótið. Einn þeirra sem ekki komst að þessu sinni, þrátt fyrir frábæra spilamennsku var Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, GKG.

Þeir 8 sem deildu 20. sætinu, þ.e. urðu T-20 hafa nú allir verið kynntir en það eru: Kristian Krogh Johannessen, Filippo Bergamaschi, David Borda, Max Schmitt, Hugo León, Ben Evans, Kristoffer Reitan og Gavin Moynihan. Eins hefir sá verið kynntur sem einn hafnaði í 19. sæti en það var skoski kylfingurinn Marc Warren.

Sex kylfingar deildu 13. sætinu en það eru enski kylfingurinn Daníel Gavins, áströlsku kylfingarnir Deyen Lawson og Nick Cullen, Guido Migliozzi frá Ítalíu, Per Längfors frá Svíþjóð og Louis de Jager frá S-Afríku. Þeir hafa nú allir verið kynntir.

Næst verða kynntir þeir sem deildu 11. sætinu en það voru japanski kylfingurinn Masahiro Kawamura og enski kylfingurinn Scott Gregory, en báðir léku þeir hringina 6 á lokaúrtökumótinu á samtals 19 undir pari.  Kawamura hefir þegar verið kynntur og í dag er það Scott Gregory.

Scott Gregory fæddist 1. október 1994 og er því 34 ára.

Eitt helsta afrek Gregory í golfinu í dag, fyrir utan að komast á Evróputúrinn er að sigra árið 2016 á Amateur Championship í Royal Porthcawl golfklúbbnum, en þar hafði hann betur gegn Robert MacIntyre 2&1 í úrslitaviðureigninni og varð þar með fyrsti Hampshire-fæddi leikmaðurinn til þess að sigra í Amateur Championship.