
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Adrien Saddier (18/28)
28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.
Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.
Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.
Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.
Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-2, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þá 4, sem deildu 13. sætinu. Næst verða kynntir þeir 5 sem urðu T-8 en það eru Robin Siegrist frá Frakklandi; Carlos Pigem frá Spáni, Jinho Choi frá S-Kóreu, Adrien Saddier frá Frakklandi og Sami Välimäki frá Finnlandi. Þeir léku allir á 15 undir pari, 413 höggum. Välimäki hefir þegar verið kynntur og í dag er það Adrien Saddier, sem uppreiknað varð í 11. sæti.
Adrien Saddier fæddist 15. maí 1992 í Annemasse, Frakklandi og er því 28 árs. Í Frakklandi er Saddier félagi í Esery golfklúbbnum. Saddier var aðeins 4 ára þegar hann byrjaði með pabba sínum í golfi. S.l. 21 ár hefir þjálfari Saddier verið Sabine Etchevers.
Saddier hefir tekið nokkrum sinnum þátt í Q-school, en hann reyndi í 1. sinn fyrir sér í 2012 og komst þá ekki í gegn. Hann ákvað því að halda áfram að vera áhugamaður og spilaði með franska áhugamannalandsliðinu allt þar til hann gerðist atvinnumaður í júlí 2013 Hann var í 10. sæti á heimsáhugamannalistanum áður en hann gerðist atvinnumaður og var m.a. tvívegis í liði Frakka í the Nation´s Cup og vann einstaklingskeppnina 2013. Árið 2012 vann hann the Switzerland International, sem varð til þess að hann fékk þátttökurétt í the Omega European Masters, þar sem hann náði niðurskurði.
Árið 2013 ávann hann sér kortið sitt á Evróputúrnum, eftir að hafa farið í gegnum öll 3 stigin. Hann lék því fyrst á Evróputúrnum 2014 keppnistímabilið. Besti árangur hans það ár var T-6 árangur á Nelson Mandela Championship í desember 2013. Saddier varð í 127. á Race to Dubai stigalistanum og spilaði aðallega á Áskorendamótaröð Evrópu 2015-2017. Árið 2016 sigraði Saddier á Fred Olsen Challenge de España á Áskorendamótaröðinni, sem var fyrsti sigur hans sem atvinnumanns. Saddier lauk 2016 keppnistímabilinu aðeins fyrir utan 15 efstu á stigalistanum en það að hafa þrívegis verið í 2. sæti á mótum 2017 kom honum í 13. sæti stigalistans og hann var kominn á Evróputúrinn aftur 2018. Með árangri sínum á 2019 úrtökumótinu hefir hann nú enn á ný tryggt sér sæti á Evróputúrnum, nú keppnistímabilið 2020.
Meðal áhugamála Saddier eru íþróttir almennt. Sem stendur er hann nr. 610 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024