Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Marcus Armitage (13/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-25 og þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu. Nú er komið að því að kynna þá 4, sem deildu 13. sætinu en það eru: Johannes Veerman frá Bandaríkjunum, Garrick Porteous, frá Englandi, Jake McLeod, frá Ástralíu og þeim sem kynntur verður í dag Marcus Armitage frá Englandi.

Marcus Armitage lék á samtals 14 undir pari, 414 höggum (68 72 69 65 69 71) í lokaúrtökumótinu og varð þar með T-13 (eða uppreiknað í 16. sæti).

Marcus Armitage fæddist 15. júlí 1987 í Salford, Englandi og er því 32 ára.

Hann er 1,83 m á hæð og 90 kg.

Armitage var valinn nýliði ársins á PGA EuroPro Tour, árið 2013. Árið á eftir var hann að vinna í sveiflunni sinni og það virðist hafa borgað sig því hann vann tvívegis árið 2015 á PGA EuroPro Tour og varð í 4. sæti á peningalistanum og ávann sér sæti á Áskorendamótaröð Evrópu 2016.

Það ár, 2016,  sigraði Armitage á Foshan Open og varð einnig í 2. sæti á Volopa Irish Challenge og vaðr því í 11. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og komst í 1. sinn á Evróputúrinn 2017.

Það ár, 2017, var hins vegar ár vonbrigða og hann missti kortið sitt og spilarétt á Evróputúrnum. Hann spilaði því aftur á Áskorendamótaröðinni 2018 og varð m.a. í 2. sæti á Belt & Road Colorful Yunnan Open. Hann átti hins vegar ekkert sérstök tímabil 2018 og 2019 á Áskorendamótaröðinni; fyrra árið varð hann í 50. sæti og seinna í 85. sæti. En hins vegar náði hann að næla sér í 16. sætið eins og segir í lokaúrtökumótinu.

Hann hefir aðeins einu sinni tekið þátt í risamóti þ.e. Opna breska og þar náði hann ekki niðurskurði 2018.

Það sem af er árinu þ.e. í janúar 2020 náði hann besta árangri sínum á Evróputúrnum til þess þ.e. 3. sætinu á South African Open.

Armitage býr í Huddersfield í Englandi. Hann er í 481. sæti á heimslistanum, sem stendur.