Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Sami Välimäki (17/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-2, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þá 4, sem deildu 13. sætinu. Næst verða kynntir þeir 5 sem urðu T-8 en það eru Robin Siegrist frá Frakklandi; Carlos Pigem frá Spáni, Jinho Choi frá S-Kóreu, Adrien Saddier frá Frakklandi og Sami Välimäki frá Finnlandi.  Þeir léku allir á 15 undir pari, 413 höggum. Byrjað verður á að kynna Välimäki sem uppreiknað varð í 12. sæti.  Skor Valimaki var (67 68 73 65 68 72).

Sami Välimäki fæddist 16. júlí 1998 og er því 21 árs.