Nýju strákarnir á Evróputúrnum (21. grein af 21): David Dixon varð í 1. sæti í Q-school
Í kvöld er birt síðasta greinin í kynningu á nýju strákunum á Evróputúrnum. Með þessari grein hafa allir 37 sem hlutu kortin sín gegnum Q-school evrópsku mótaraðarinnar í Girona á Spáni í desember 2011 og sem nú, keppnistímabilið 2012, spila á Evróputúrnum, verið kynntir.
Í kvöld er það sigurvegarinn Englendingurinn David Dixon!
David Dixon fæddist í Bridgwater í Somerset, á Englandi 27. mars 1977 og er því 35 ára. Dixon gerðist atvinnumaður í golfi 2001. Klúbbur Dixon heima á Englandi er Enmore GC
Dixon átti farsælan feril sem áhugamaður, en hápunktur þess ferils er vafalaust þátttaka hans í Opna breska 2001, þar sem hann hlaut silfurmedalíuna eftirsóttu og var sá áhugamaður með var með lægsta skorið. Aðrir sigrar hans sem áhugamanns eru Lytham Trophy 2000 og sigur á South Afríka Amateur Championship 2001.
Dixon sveiflaðist nokkuð milli Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar á árunum 2001-2007. En árið 2008 tryggði hann sér í fyrsta sinn kortið sitt á túrnum, em sigri á Saint-Omer Open.
Sem stendur er Dixon nr. 646 á heimslistanum og nr. 215 á stigalista Evrópumótaraðarinnar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024