Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Austin Cook (15/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.

Sá sem varð í 11. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $277,390 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $70,875; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$206,515 var bandaríski kylfingurinn Austin Cook.

Austin Cook fæddist 13. mars 1991 í Little Rock, Arkansas  og er því 26 ára.

Cook lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Arkansas og útskrifaðist þaðan 2013 með gráðu í líffræði.

Golfklúbburinn sem hann er í heima í Arkansas heitir Ridge Point CC og er í Jonesboro, Arkansas.

Ýmis fróðleikur um Cook:

*Uppáhaldsbók Cook er biblían og uppáhaldsfrístaður hans er Big Mountain í Montana.
*Í draumaholli Cook eru Gary Player, Jack Nicklaus og Arnold Palmer.
*Ef hann ætti að skipta um hlutverk í einn dag við einhvern myndi það vera Willie Robertson (leikari sem leikur í „Duck Dynasty’s“) vegna þess að Cook telur að það myndi vera gaman.
*Frægasta manneskja sem Cook hefir hitt er Evander Holyfield við töskuafgreiðsluna á Jacksonville alþjóðaflugvellinum.
*Hann vinnur með St. Jude Children’s Hospital og elskar að verja tíma og vinna með börnum sem hafa sérþarfir.
*Twitterfang Cook er @austincookie