Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 10 – Greg Owen
Gregory Clive Owen fæddist í Mansfield, Notthinghamshire, 19. febrúar 1992 og á því fertugsafmæli eftir 3 daga. Þegar hann var 13 ára var hann tennisleikari nr. 1 í Notthinghamshire. Eiginkona hans Jacqui er fimleikakona.
Hann gerðist atvinnumaður 1992 og komst á Evróputúrinn í gegnum Q-school 1997. Hann varð meðal efstu 100 á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) á hverju ári frá 1998 -2004 og vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum árið 2003 á Daily Telegraph Damovo British Masters í 158. mótinu, sem hann tók þátt í.
Á Opna breska 2001 varð Owen aðeins 6.kylfingurinn í sögu mótsins til þess að fá albatross á par-5 11. holunni á Royal Lytham vellinum. Greg telur mesta afrekið sitt í golfinu vera að sigra British Masters árið 2003. Það sem veitir honum hins vegar mestu ánægju er að sjá börn sín ná góðum árangri.
Frá árinu 2005 hefir Owen aðallega spilað í Bandaríkjunum og var með þátttökurétt á PGA Tour 2005-2007, 2009-2010 og 2012. Besti árangur hans í Bandaríkjunum er 2. sætið árið 2006 á Bay Hill Invitational, þar sem hann var 1 höggi á eftir Rod Pampling eftir að hafa spilaði síðustu 2 holurnar á +3 yfir pari.
Hann gat ekki endurnýjað kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2008, en kom tilbaka næsta tímabil eftir að hafa orðið í 10. sæti á peningalista Nationwide Tour.
Árið 2010 varð hann í 183. sæti á peningalista PGA Tour þannig að hann missti kortið sitt öðru sinni. Árið 2011 spilaði hann því aftur á Nationwide Tour og varð í 52. sæti á peningalistanum. Hann náði hins vegar 18. sætinu í Q-school PGA Tour í La Quinta s.l. desember og fékk því full keppnisréttindi á PGA Tour fyrir keppnistímabili 2012.
Sem stendur er Greg Owen í 490. sæti á heimslistanum. Aðrir fróðleiksmolar um Greg:
Uppáhaldsgolfvöllur Greg er Muirfield Village GC í Ohio, Jack Nicklaus völlurinn þar sem Memorial Tournament fer fram. Hann myndi mest langa til að spila á Augusta National.
Greg ferðast aldrei án farsíma.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur Greg er „House“. Uppáhaldskvikmynd er „The Shawshank Redemption“ og uppáhaldsskemmtikrafturinn hans er Eddie Murphy. Uppáhaldsmaturinnhans er pasta og honum finnst gaman að fylgjast með hlaupastjörnunni Usain Bolt.
Draumahollið hans eru pabbi hans og börnin 2.
Það sem honum myndi langa til að gera er að kafa með hákörlum og fara í fallhlífarstökk.
Góðgerðarsamtök sem Greg styrkir er m.a. Wish Upon a Star, sem aðstoðar fólk með lyf og ferðakostnað vegna læknisferða.
Loks má sjá frábæran örn Greg á Travellers Open 2010 með því að smella HÉR:
Heimild: Wikipedia og PGA Tour
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024