Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.14 – Charlie Beljan
Charlie Beljan fæddist 10. október 1984 í Mesa, Arizona og er því 27 ára. Afi hans og amma föður megin eru frá Króatíu. Hann spilaði í 1 ár golf í menntaskóla (Red Mountain High School) í Mesa, AZ, ásamt Aaron Watkins, æskuvini sínum, en Watkins spilar nú á Nationwide Tour.
Sem áhugamaður sigraði Charlie US Junior Amateur, í Atlanta Athletic Club í Johns Creek, Georgia, árið 2002 og einnig Arizona Amateur 2006. Hann hefir þrívegis orðið ríkis- og svæðismeistari (ens.: state and regional champion) Arizona í golfi. Charlie var valinn kylfingur ársins í Arizona tvö ár í röð.
Charlie spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of New Mexico þar sem hann vann 3 sinnum og var All-American árið 2007. Eftir útskrift 2007 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi.
Hann spilaði á Gateway Tour árin 2008-2011, þar sem hann vann 8 sinnum og var efstur á peningalista mótaraðarinnar 2009 og 2011. Hann varð T-64 á eina mótinu sem hann hefir spilað á Nationwide Tour, Utah Championship. Hann hefir tvívegis spilað á Opna bandaríska risamótinu (2008 and 2009), en komst í hvorugt skiptið í gegnum niðurskurð.
Hann varð í deildi 13. sætinu á Q-school PGA ásamt 4 öðrum eins og áður er komið fram.
Ýmsir fróðleiksmolar um Charlie Beljan:
Uppáhaldslið hans í háskólaíþróttum í Bandaríkjunum eru Alabama og New Mexico. Uppáhaldsatvinnumannalið hans eru Arizona Cardinals og the Arizona Diamondbacks. Uppáhaldssjónvarpsþáttur Charlie er „Hell’s Kitchen.“ Uppáhaldskvikmyndir hans eru allar myndir Denzel Washington. Uppáhaldsskemmtikraftar hans eru Snoop Dog og B.I.G. Uppáhaldsíþróttamaður hans er Tiger Woods. Uppáhaldsborgir Charlie eru San Diego ogSan Clemente, Kaliforníu. Uppáhaldsfrístaður hans er hvar sem er þar sem er strönd. Uppáhaldstækið hans er iPad.
Draumahollið Charlie Beljan eru Tiger Woods, Jennifer Aniston og Kobe Bryant.
Meðal þess sem hann langar til að gera er vera festur á væng tvíþekju (bi-plane). Charlie á tvö mótorhjól, Harley-Davidson Ultra Classic Electric Glide og Suzuki GSXR 750. Hann á líka Smart Car.
Hann hitti Tiger á Opna bandaríska 2009 og sagði honum m.a. hversu stoltur hann væri að nafn hans væri grafið á verðlaunagrip U.S. Junior Amateur við hliðina á nafni Woods. Hann segir að hálft ætlunarverkið sé komið í hús, hitt sé að spila við Tiger á sunnudegi.
Heimild: Wikipedia og PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024