Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.15 – Jeff Maggert
Jeffrey (Jeff) Allan Maggert fæddist 20. febrúar 1964 í Colombía Missouri og varð því 48 ára í hittifyrradag. Hann ólst upp á golfvelli í The Woodlands, í Texas þar sem hann gekk í McCullough menntaskólann. Síðan lá leiðin í Texas A&M University þar sem hann var All-American í golfliði skólans sem hann spilaði með öll ár sín þar.
Árið 1986 gerðist Maggert atvinnkylfingur. Hann var valinn kylfingur ársins á Ben Hogan túrnum (nú Nationwide Tour) árið 1990 og hefir verið á PGA Tour allt frá árinu 1991.
Hann hefir 3 sinnum unnið á PGA Tour og 15 sinnum lent í 2. sæti á PGA Tour auk þess sem hann hefir unnið fjölmörg mót utan túrsins. Hann hefir verið í Ryder bikars liði Bandaríkjanna 3 sinnum og spilað í forsetabikarnum 1 sinni.
Maggert hætti þátttöku í The Players Championship árið 2008 eftir aðeins 1 hring, þegar hann frétti að eldri bróðir hans, Barry, hefði látist í flugslysi í Cilpin County, Colorado.
Maggert er eini kylfingurinn sem hefir fengið albatross oftar en 1 sinni á risamóti (eitt sinn í Masters 1994 og eitt sinn í Opna breska 2001). Hann hefir hæst komist á topp-20 á heimslistanum.
Maggerst spilar 2012 keppnistímabilið á læknisundanþágu eftir að hafa gengist undir uppskurð á öxl í júní s.l.
Á keppnistímabilinu 2011 gat hann aðeins keppt í 18 mótum, en náði þó að komast í gegnum niðurskurð 6 sinnum. Hann fór í Q-school aðallega til að bæta statusinn sinn, sem honum tókst með 13. sætinu og hann er þegar byrjaður að láta að sér kveða á túrnum varð m.a. í 5. sæti á Humana Challenge í s.l. mánuði og hirti vænan tékk upp á $224,000.00 (tæpar 27 milljónir íslenskra króna).
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024