Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Eric Axley – (1/50)
Eric Axley varð í 50. og síðasta sæti af þeim sem komust inn á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.
Eric Allen Axley er fæddur 22. apríl 1974 í Athens, Tennessee og varð því 40 ára á árinu og er meðal þeirra elstu sem hljóta kortið sitt í ár á PGA Tour. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1997 og er því búinn að vera að í 17 ár! (er því líklega kominn á seinni 9 holur sínar á ferlinum eins og Rory myndi orða það). Hann er einn af fáum örvhentum kylfingum sem sigrað hefir bæði á Web.com Tour og PGA Tour.
Axley var á háskólaárum sínum í East Tennessee State University, sama háskóla og Guðmundur Ágúst „okkar“ Kristjánsson, GR, stundar nám í og leikur nú með háskólaliðinu.
Axley hefir sigrað tvisvar á Hooters Tour: árið 2002 á Northwest Arkansas Classic og árið 2003 á Capitol City Open.
Þann 8. maí 2005 sigraði Axley á eina Web.com móti sínu til þess en það var Rex Hospital Open.
Árið eftir, 2006 sigraði Axley á Valero Texas Open og er þetta fyrsti og eini PGA Tour sigur hans til þessa. Eftir slæmt keppnistímabil árið 2009 missti Axley keppnisrétt sinn á PGA Tour. Axley spilaði því þar næst á minni golfmótaröðum á borð við NGA Hooters Tour, eGolf Professional Tour, Web.com Tour og fékk að vera með í einstaka PGA Tour móti.
Árið 2014 reyndi Axley að vinna aftur kortið sitt á PGA Tour með því að taka þátt í svokölluðum mánudags úrtökumótum á grundvelli þess að hann hafði áður verið á PGA Tour. Hann komst 7 sinnum í gegnum niðurskurð í 10 mótum og varð í 184. sæti á FedEx Cup listanum, sem var nægilega góður árangur til þess að fá að taka þátt í Web.com Tour Finals (en munið: þar taka þátt 75 efstu af peningalista Web.com Tour og þeir sem urðu í 126.-200. sæti á PGA Tour OG þeir sem voru búnir að vinna sér inn jafnmikinn pening og þeir sem voru í 126.-200. sæti og fellur Axley þar undir.
Axley var heppinn; hann varð í 50. sæti og rétt sleppur aftur inn á PGA Tour núna – hlýtur kortið sitt á PGA Tour aftur og í fyrsta sinn í 5 ár!
Sem stendur er Axley í 650. sæti á heimslistanum.
Axley býr í Knoxville, Tennessee er kvæntur konu sinni Courtney og saman eiga þau tvær dætur.
Fræðast má nánar um Axley með því að skoða heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024