Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Chris Thompson (6/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 20. sæti peningalistans, Chris Thompson. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Chris Thompson fæddist 11. júní 1976 og er því 42 ára.

Hann útskrifaðist frá Independence High School í Lawrence, Kansas árið 1994 og spilaði golf með golfliði University of Kansas KU í bandaríska háskólagolfinu.

Thompson útskrifaðist 1999 frá KU með gráðu í viðskiptafræði og sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.

19 árum eftir að hann úrskrifaðist úr KU er hann kominn á mótaröð þeirra bestu.

Áhugamól Chris Thompson fyrir utan golfið er körfubolti og hann er m.a. körfuboltaþjálfari yngri deila í heimabæ sínum.

Uppáhaldsíþróttafélög Thompson eru Big Jayhawks en einnig Kansas City Royals, Chiefs og í laumi the Dallas Cowboys.

Chris Thompson er kvæntur konu sinni Jessicu og þau eiga tvö börn; hinn 10 ára Henry Lang og hina 7 ára Landry Inabelle.

Thompson hefir frá árinu 2007 spilað á Web.com Tour og þar áður á undarfara þeirrar deildar Nationwide Tour.

Thompson varð 5 sinnum meðal efstu 10 á mótum Web.com Tour mótaraðarinnar keppnistímabilið 2017-2018 og því landaði hann 20. sætinu á peningalista mótaraðarinnar og er kominn með kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2018- 2019.