Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Svensson (12/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 14. sæti peningalistans, Adam Svensson. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Adam Svensson fæddist 31. desember 1993 í Surrey, Canda og er því 24 ára.

Svensson er 1,83 m á hæð og 81 kg.

Hann býr í Palm Beach Gardens, Flórída og gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 3 árum þ.e. 2015.

Fyrsta golfminning hans er þegar hann og pabbi hans keyrðu golfbíl í tjörn, þegar hann var 5 ára.

Hann var í landsliði Kanada ásamt þeim Mackenzie Hughes og Corey Conners, þegar hann var 16 ára.

Árið 2016 var hann í liði Kanada á World Amateur Team Championship.

Adam á eina systur  Stephanie.

Hann er mikill aðdáandi Vancouver Canucks.

Meðal áhugamála utan golfsins eru (fisk)veiðar og hokkí.

Uppáhaldsmatur Adam Svensson eru pizza og sushi.

Svenson spilaði fyrst á Mackenzie Tour í Kanada en hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2016.

Á 2017-2018 keppnistímabilinu vann hann sinn 1. sigur á Web.com Tour þ.e. á   The Bahamas Great Abaco Classic í The Abaco Club. Eftir sigurinn var það dýrasta, sem hann veitti sér Dyson ryksuga,  sem kostaði $5,000.

Sigurinn ásamt því að vera 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum Web.com mótaraðarinnar urðu til þess að Adam Svenson varð í 14. sæti peningalistans og er nú að spila í fyrsta sinn með stór strákunum á PGA Tour 2018-2019.