Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Champ (20/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 6. sæti peningalistans, Cameron Champ. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Það er alltaf einn nýliði á PGA Tour sem slær í gegn þegar í upphafi keppnistímabilsins og það virðist í þetta skiptið ætla að vera Cameron Champ.

Jafnvel þó ekki sé komið að honum í röð þeirri, sem Golf1 fjallar um nýju strákana á PGA Tour þá verður hann hér tekinn næstur, þar sem hann er þegar búinn að SIGRA á PGA Tour móti og fyrsta keppnistímabili sínu á mótaröð þeirra bestu þegar hann sigraði á Sanderson Farms mótinu, sl. helgi.

Champ er þegar spáð gífurlegri velgengni og vegferð m.a. hafa golffjölmiðlamenn spáð því að hann verði framtíðar Ryder Cup liði í bandaríska liðinu, enda gríðarlegir hæfileikar á ferð hér.

Hæfileikar Champ felast einkum í högglengd hans en á Web.com Tour var hann að meðaltali 341 yarda af teig sem er u.þ.b. 287 metrar, en auk þess nákvæmni.

En hver er þessi Champ?

Cameron Mackray Champ fæddist 15. júní 1995 í Sacramento, Kaliforníu og er því 23 ára.

Hann tók þátt í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði fyrir Aggies, lið Texas A&M. Á háskólaárum sínum sigraði hann í einu móti: OFCC/Fighting Illini Invitational og varð þar að auki meðal efstu 10 í 6 öðrum mótum.

Champ hefir þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað í risamóti þ.e. á Opna bandaríska 2017. Hann var einn af 2 áhugamönnum sem komst gegnum niðurskurð og eftir 2 hringi var hann T-8 – ótrúlegur árangur. Hann var einnig sá kylfingur sem var með lengstu drævin fyrstu tvo daga mótsins. Hann komst á risamótið hefir að hafa þurft að fara gegnum úrtökumót þar sem hann barðist um þátttökuréttinn í bráðabana. Champ, ásamt Scottie Scheffler voru einu áhugamennirnir sem komust gegnum niðurskurð en Scheffler náði betri árangri var á samtals 1 undir pari, meðan Champ lauk mótinu á sléttu pari.

Í desember 2017 varð Champ T-16 í  Web.com Tour Qualifying Tournament. Þar með var hann kominn á  Web.com Tour keppnistímabilið 2017- 2018. Á því keppnistímabili sigraði hann á 2018 Utah Championship í júlí á þessu ári og ávann sér kortið sitt á PGA Tour fyrir 2018-2019 keppnistímabilið eftir að hafa orðið 6. eins og segir á peningalistanum með verðlaunafé upp á  $253,731 eftir hefðbundið keppnistímabil.

Nú á sunnudaginn 28. október 2018 vann hann fyrsta titil sinn á PGA Tour með sigri á Sanderson Farms Championship með heildarskor upp á 21 undir pari.

Champ er eins og segir þekktur fyrir að vera einn nákvæmasti og högglengsti kylfingur PGA Tour. Árið 2017 var Champ m.a. með 129.79 mph average clubhead speed á OHL Classic mótinu í Mayakoba. Geri aðrir betur! Já, greinilega framtíðarmaður hér á ferð, sem þegar er búinn að tryggja sér keppnisrétt á PGA Tour 2019-2020.