Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Chase Wright (17/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 9. sæti peningalistans, Chase Wright. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Chase Wright fæddist í Muncie, Indiana þann 16. júní 1989 og er því 29 ára.

Wright er 1,78 m á hæð og 76 kg.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Indiana University en útskrifaðist frá háskólanum með gráðu í . Eftir útskrift 2012 gerðist Wright atvinnumaður í golfi.

Wright spilaði í einu móti PGA Tour á árinu 2012 og varð  T64 í The McGladrey Classic.

Árið 2013 spilaði Wright á the Asian Tour þar sem hann náði tvívegis niðurskurði en besti árangur hans á þeirri mótaröð var T-22 árangur í the Queen’s Cup í Samui, Thailandi.

Árið 2014, lék Wright í fyrsta sinn á the Web.com Tour. He spilaði í 24 mótum, og náði 12 sinnum niðurskurði og varð 4 sinnum meðal 10 efstu í mótum og 7 sinnum meðal efstu 25.

Árið 2015, var Wright á 2. keppnistímabili sínu á Web.com Tour og var besti árangur hans það ár 3. sætið á the Pacific Rubiales Colombia Championship.

Árið 2017 sigraði Wright á ATB Financial Classic.

Á keppnistímabilinu 2017-2018 sigraði Wright 1 sinni á Web.com Tour þ.e. 10. júní 2018 á Rust-Oleum Championship auk þess sem hann varð 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum Web.com Tour, en það skilaði honum 9. sætinu á peningalista Web.com Tour og þar með kortinu og föstum spilarétti í 1 ár á PGA Tour, mótaröð þeirra bestu í heiminum.