Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Curtis Luck (35/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.

Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki.

Sá sem varð í 16. sæti á Web.com Tour Finals og sá sem kynntur verður í dag er Curtis Luck, sem vann sér inn 64,920 dollara á Web.com Finals.

Curtis Luck fæddist 9. ágúst 1996 í Perth, Ástralíu og er því 22 ára. Hann er frá Cottesloe í Vestur Ástralíu

Foreldrar hans eru Jodie og Stuart Luck.

Curtis Luck er 1,75 m á hæð og 89 kg.

Í mars 2017 varð Luck nr. 1 á heimslista áhugamanna og hann hélt því sæti þar til hann gerðist atvinnumaður í apríl 2017.

Luck átti stjörnu prýddan áhugamannaferil. Hann varð t.a.m. í 2. sæti á Australian Amateur árið 2014. Síðan sigraði hann í eftirfarandi mótum sem áhugamaður:

2012 Newman and Brooks Junior Championship
2014 Victorian Junior Masters, Western Australian Amateur
2016 U.S. Amateur, Asia-Pacific Amateur Championship

Eins sigraði Luck í Western Australian Open á Ástralasíu túrnum 2016. (ens.: PGA Tour of Australasia).

Luck ætlaði sér að gerast atvinnumaður í október 2016 en hann geði það ekki til þess að geta þegið boð um að spila 2017 á Masters, Opna bandaríska og Opna breska.

Árið 2016 hlaut hann viðurkenninguna Emerging Athlete of the Year árið 2016 í Australian Institute of Sport Performance Awards.

Síðan gerðist Luck, s.s. áður segir atvinnumaður 2017 í Valero Texas Open, sem þýddi að hann tók ekki þátt í Opna bandaríska og breska.

Sem stendur er Luck nr. 491 á heimslistanum og er aðeins 22 ára kominn á mótaröð þeirra bestu í heiminum, PGA Tour, þar sem búist er við miklu af honum.