Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Dylan Frittelli (33/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.
Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Wes Roach og Cameron Tringale og Sepp Straka frá Austurríki.
Sá sem varð í 18. sæti á Web.com Tour Finals og sá sem kynntur verður í dag er Dylan Frittelli.
Dylan Ashley Frittelli fæddist 5. júní 1990 í Jóhannesarborg, S-Afríku og er því 28 ára.
Hann er 1,87 m á hæð og 81 kg.
Frittelli var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann lék með liði The University of Texas at Austin,
Hann átti góðan áhugamannsferil þar sem hann sigraði m.a. á 2007 Callaway Junior World Golf Championships fyrir 15-17 ára pilta og 2008 í South African Boys’ Championship.
Frittelli gerðist atvinnumaður í golfi árið 2012 og spilaði fyrst á Evróputúrnum í boði styrktaraðila það sem eftir var ársins 2012. Hann hóf 2013 með þvi að landa 2. sætinu í Telkom PGA Championship á eftir landa sínum, Jaco Van Zyl, sem sigraði í mótinu. Hann spilaði síðan mestallt árið 2013 á Áskorendamótaröð Evrópu þar sem hann sigraði í fyrsta móti sínu þ.e. Kärnten Golf Open í júní.
Frammistaða Frittelli snemma árs 2013 komu honum í topp-300 á heimslistanum, en síðan fylgdu 2 döpur ár og var hann því kominn niður í 926 sætið á heimslistanum. Hann átti endurkomu seint á árinu 2015 þar sem var m.a. í bráðabana um titilinn á Australian PGA Championship en þurfti að lúta lægra haldi. Hins vegar var 2016 betra fyrir Frittelli því hann náði 2. sætinu á the Golden Pilsener Zimbabwe Open og T-2 árangri á Tayto Northern Ireland Open og síðan landaði hann 2. sigri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu á The Rolex Trophy. Hann varð í 8. sæti í the Race to Oman stigalistanum og því ávann hann sér kortið sitt á Evróputúrnum 2017.
Árið 2017 varð Frittelli T-2 á the Eye of Africa PGA Championship og síðan tapaði hann í bráðabana á Volvo China Open en með þessum árangri komst hann í fyrsta sinn á topp-100 á heimslistanum. Í júní sigraði Frittelli í fyrsta sinn á Evróputúrnum þ.e. á the Lyoness Open. Í lok keppnistímabilsins var hann í 2. sæti á the Turkish Airlines Open og varð T-4 í DP World Tour Championship í Dubai og lauk 2017 í 19. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar.
Frittelli sigraði á AfrAsia Bank Mauritius Open í desember 2017, þar sem hann hafði betur en Arjun Atwal, á 1. holu bráðabana.
Nú spilar Frittelli í fyrsta sinn á PGA Tour eftir að hafa náð 18. sætinu í Web.com Finals.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024