Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Jim Knous (26/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Hér verður fyrst kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það er Jim Knous.

Jim Knous fæddist og ólst upp í Basalt, Colorado, sem er ekki langt frá Aspen.

Knous var í  Colorado School of Mines í Golden, Colorado, þaðan sem hann útskrifaðist með BS gráðu í verkfræði.

Hann er kvæntur Heidi og saman eignuðust þau hjónin fyrsta barn sitt í júní á síðasta ári, Brady James Knous.

Fyrir utan golfið finnst Knous gaman að fara í gönguferðir, vera í ræktinni og elda saman með konu sinni og vera með fjölskyldunni.

Knous gekk ágætlega í síðasta móti PGA Tour: Farmers Insurance Open varð T-29.

Fræðast má nánar um Knous á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: