Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Jose de Jesus Rodriguez (14/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 12. sæti peningalistans, Jose de Jesus Rodriguez. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Jose de Jesus Rodriguez fæddist í Irapuato í Mexíkó 22. janúar 1981 og er því 37 ára.

Rodriguez hefir spilað á  Web.com Tour, PGA Tour Canada, PGA Tour Latinoamérica, og the Tour de las Américas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2007 og spilaði aðallega á Mexican Tour 2008,  jafnvel þó að hann hafi þrívegis tekið þátt í mótum á the Canadian Tour, þar sem hann komst í gegnum niðurskurð öll 3 skiptin. Hann náði fyrsta sigri sínum sem atvinnumaður árið  2008 þar sem hann vann mót í Puebla á the Mexican Tour.

Árið 2009, spilaði Rodríguez meira á Canadian Tour en náði ekki að sigra á því ári. Hann var í betra formi árið  2010, þar sem hann, þrátt fyrir sigurleysi á mótaröðinni náði að vera þrívegis meðal efstu 3 í mótum þó hann hafi aðeins spilað í 8 mótum á mótaröðinni. Á Mexican Tour hins vegar sigraði hann 4 sinnum á þessu stjörnuári hans 2010.

Árið 2011 vann Rodriguez tvö mót í röð á  the Canadian Tour þ.e. á  the Mexican PGA Championship og Times Colonist Island Savings Open og varð þar að auki í efsta sæti á peningalistanum. Á 2011 keppnistímabilinu vann Rodríguez líka tvö mót á the Mexican Tour og sigraði hann því 4 sinnum á 2011 keppnistímabilinu.

Árið 2012 fékk Rodriguez að spila á  PGA Tour Latinoamérica, sem þá var að hefja göngu sína, vegna frábærrar frammistöðu sinnar á the Mexican Tour og hann spilaði líka í nokkrum mótum á PGA Tour Canada. Þó honum hafi ekki tekist að sigra á þessum mótaröðum bætti Rodriguez við 2 sigrum fyrir heima við á the  Mexican Tour.

Árið 2013 spilaði Rodriguez aðallega á PGA Tour Latinoamérica og náði fyrsta sigri sínum á þeirri mótaröð á Roberto De Vicenzo Invitational Copa NEC og bætti síðan fljótlega við 2. sigri sínum á Arturo Calle Colombian Classic. Þessir tveir sigrar urðu til þess að  Rodríguez  varð í 2. sæti á stigalista mótaraðarinnar 2013 og hlaut hann þar með fullan spilarétt á Web.com Tour keppnistímabilið 2014. Árið 2013 bætti Rodríguez við 4 öðrum sigrum á the Mexican Tour og fór sló hann met hvað varðaði flesta sigra á þeirri mótaröð eða 13.

Rodríguez sigraði aftur tvívegis á PGA Tour Latinoamérica árið 2017 og var efstur á stigalistanum sem ávann honum að nýju fullan þátttökurétt á Web.com Tour keppnistímabilið 2018. Á 2018 keppnistímabilinu á Web.com Tour sigraði Rodrígues 1 sinni og varð 3 sinnum meðal efstu 10 í mótum mótaraðarinnar og hlaut því 12. sætið á peningalista Web.com Tour og þar með fullan spilarétt á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, keppnistímabilið 2018-2019.