Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Scott Langley (23/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 3. sæti peningalistans, Scott Langley frá Bandaríkjunum. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Scott Langley fæddist í Barrington, Illinois 18. apríl 1989 og er því 29 ára.

Hann vann 1 sigur á 2017-2018 keppnistímabilinu á Web.com Tour og varð 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum mótarað- arinnar og það dugði honum til þess að ná 3. sætinu á peningalista Web.com Tour og þar með kortið sitt á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour.

Golf 1 hefir áður kynnt Langley og má sjá þá kynningu með því að SMELLA HÉR: