Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Seth Reeves (39/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.
Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Curtis Luck (16. sæti) frá Ástralíu, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki; Stephan Jäger, sem varð í 15. sæti og Roberto Diaz, sem varð í 14. sæti og Max Homa, sem varð í 13. sæti.
Í dag verður kynntur sá sem var í 12. sæti á Web.com Tour Finals, en það er Seth Reeves, sem vann sér inn 80,360 dollara á Web.com Finals.
Seth Reeves fæddist 26. febrúar 1991 í Atlanta, Georgia og er því 28 ára.
Hann er 1,9 metra á hæð og 80 kg.
Reeves spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Georgia Tech. Hann útskrifaðist 2014 með gráðu í viðskiptafræði (Business Management). Eftir útskrift gerðist Reeves atvinnumaður í golfi.
Hann spilaði fyrst á MacKenzie mótaröðinni í Kanada 2016, en 2017-2018 spilaði Reeves á Web.com Tour. Þar átti hann 2 topp 5 árangra á Web.com Finals, sem komu honum á PGA Tour 2018-2019.
Reeves býr í Suwannee í Georgía og er kvæntur Patriciu.
Önnur atriði varðandi Reeves:
*Áhugamál hans utan golfsins eru ræktin og næringarfræði.
* Það sem ekki margir vita um Reeves er að hann hefir gaman af ímyndunarskáldsögum (ens.: fantasy novels), sýningum, kvikmyndum og hljóðbókum.
* Hann ólst upp í sama hverfi og Stewart Cink og báðir spiluðu á TPC Sugarloaf í úthverfi Atlanta, Georgia.
* Hann var á meðal þeirra 4 sem voru í byrjunarliði Georgia Tech ásamt Anders Albertson, Richy Werenski og Ollie Schniederjans.
* Reeves heldur með öllum liðum frá Atlanta.
* Hann tekur mikinn þátt í College Golf Fellowship.
* Persónulegt mottó Reeves er „Failures are finger posts on the road to achievement.“ – C.S. Lewis.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024