Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2020: Vincent Whaley (7/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst verður kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina með 775 stig,Tim Wilkinson og síðan endað á þeim sem landaði  1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Sá sem varð í 19. sæti eftir reglulega tímabilið með 902 stig og sá sem kynntur verður til sögunnar í dag er Vincent Whaley.

Vincent Whaley fæddist í Lexington, Kentucky 14. mars 1995 og er 24 ára.

Hann ólst hins vegar upp í McKinney, Texas, þar sem honum dreymdi um að spila golf.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift frá Georgia Tech 2017.

Þar var hann í viðskiptafræði og spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu.

Eftir útskrift lék Whaley á Korn Ferry Tour, þar sem hann landaði 3 topp-10 áröngrum, sem urðu til þess að hann hlaut 761 stig og var sá síðasti inn á PGA Tour.

Sjá má viðtal fréttamanns PGA Tour við Whaley frá því í febrúar á þessu ári með því að SMELLA HÉR: