Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Nico Echevarria (31/50)

Sá sem kynntur verður í dag varð í 20. sæti á Korn Ferry Tour Finals og ávann sér þannig kortið sitt á PGA Tour.

Það er Nicholás (Nico) Echevarria.

Nico Echevarria er fæddur 4. ágúst 1994  í Medellín, Kólombíu og því 29 ára.

Hann er 1,83 m á hæð og 75 kg.

Echevarria spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Arkansas.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2017 og á í beltinu 4 sigra á atvinnumannsmótum.

Nico býr á Ponte Vedra Beach í Flórída.