Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Laura Jansone – (18. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow, Laura JansoneHolly ClyburnJia Yun LiMelanie Mätzler og Margarita Ramos. Holly ClyburnJia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos hafa þegar verið  kynntar en í kvöld er það Laura Jansone sem við kynnum…..

Fullt nafn: Laura Jansone.

Ríkisfang: lettnesk. 

Fæðingardagur: 24. júlí 1988

Fæðingarstaður: Riga, Lettlandi.

Gerðist atvinnumaður: 1. febrúar 2011.

Hæð: 170 cm.

Háralitur: ljóshærð.

Augnlitur: grænn.

Byrjaði í golfi: 1. júlí 1999.

Mestu áhrifavaldarnir í golfinu: Pabbi og Santa Puce.

Áhugamál: snjóbretti, yoga og að mála, dansa og versla.

Frægir ættingjar: Nils Jansons (Inline extreme rollerblading).

Áhugamannsferill: Sexfaldur lettneskur unglingameistari (2000, 2001, 2003-2006).Þrefaldur lettneskur meistari áhugamanna (2004, 2006, 2007).

Menntun: East Tennessee State University, Johnson City, TN, USA.

Hápunktar ferilsins: Sigraði 4 sinnum meðan hún var í bandaríska háskólagolfinu í  East Tennessee State University. Var valin 2007 Atlantic Sun (A-Sun) Conference nýliði ársins.

Var þrisvar sinnum A-Sun Conference First Team selection (2007, 2008, 2010). Tók þátt í tveimur World Amateur Team Championships (2008, 2010).Sigraði tvisvar sinnum í einstaklingskeppni í  A-Sun Conference Women’s Golf Championship (2008, 2010). Atlantic Sun nýliði ársins.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-25.