Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Henni Zuël (20/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot,  Kim Williams, Henni Zuël,  Rebecca Sörensen og Tessa Teachman.

Sú sem verður kynnt í kvöld er enski kylfingurinn Henni Zuel, sem varð í 12 .sætinu á eins og segir 358 höggum ().

Henni í ræktinni

Henni í ræktinni

Henrietta „Henni“ Zuël fæddist 6. janúar 1990, í Salisbury, Wiltshire og er því nýorðin 24 ára.

Hún er breskur atvinnukylfingur,  sem spilar á LET og var reyndar sú yngsta til þess að spila á LET, sem áhugamaður. Hún var útnefnd til þess að hljóta Britain’s Best Awards for Home Grown Talent og fékk fulla aðild að LET eftir að hún gerðist atvinnukylfingur árið 2008.

Henni fékk fyrst áhuga á golfi þegar hún var 9 ára gömul, þegar hún horfði á Masters í sjónvarpinu og heillaðist algerlega af José María Olazábal. Upp frá því varð hún ákveðin í að verða atvinnukylfingur.

Eftir að hún fékk fyrsta golfsettið spilaði hún golf í öllum frístundum sínum.

Hún vann fyrsta mót sitt, T-peg junior golf competition í Dorset og það staðfesti að æfingarnar væru að skila sér.

Þegar Zuël var 13 ára gömul var hún komin með 2 í forgjöf og búin að sigra í 17 mótum fyrir unglinga undir 18 ára og var aldrei neðar en í topp 10 á 50 öðrum mótum. (Sjá mynd af henni 13 ára hér að neðan, en myndin er tekin á Open de Portugal.)  Zuël var valin persónulega af Nick Faldo og var yngsti meðlimurinn í Team Faldo, sem veitti henni tækifæri til að spila á jafn fjarlægum stöðum og Bandaríkjunum og  Asíu.

Árið 2003 varð Zuël klúbbmeistari Yeovil golfklúbbsins og breskur meistari stúlkna undir 13 ára. Hún sigraði einnig á Dorset Ladies County Championship og spilaði á LET – yngsti kylfingur til að spila á LET – en þar spilaði hún á móti kvenkylfingum á borð við Sophie Gustafson, Laura Davies, Paula Marti og Karin Koch.

Fyrir 10 árum, þ.e. árið 2004 sigraði Zuël m.a. Central European Championship í flokki undir 16 ára og breska meistaramótið í aldursflokknum undir 15 ára.  Síðan vann hún Opna velska kvennamótið árið 2005, aðeins 15 ára gömul.

Einnig árið 2005 náði hún skori upp á 60 högg þegar hún sigraði Weston-Super-Mare Open og tryggði sér þar með þátttökurétt á Daily Telegraph Final í Dubai.

Á árinu 2007 varð Zuël í 2. sæti í St. Rule Trophy mótinu, sem fram fór á St. Andrews í Skotlandi og sigraði síðan Girls’ British Open Championship.

Ári síðar spilaði hún í liði Evrópu í  Junior Solheim Cup í Svíþjóð, en þar sigraði hún í tvímenningi og lið Evrópu vann bikarinn með 14 stigum gegn 10 og  í kjölfarið var hún valin í lið Breta&Íra 2007/2008. Henni voru og veitt the Daily Telegraph’s Joyce Wethered Award.

Snemma á árinu 2008 gekk draumur Zuël um atvinnumennsku í golfi eftir og hefir hún spilað á LET síðan, en fysta mót hennar sem atvinnumanns var Opna tyrkneska kvennamótið.

Markmið Zuël eru óbreytt – hún æfir nokkra tíma hvern dag og er ákveðin í að verða nr. 1 í Evrópu og síðan í heiminum.

„Ég vil án nokkurs efa verða nr. 1 í Evrópu og síðan nr. 1 í heiminum. Það er bara erfiðisvinna að komast þangað. en skemmtileg erfiðisvinna. Ég elska það að fara á æfingar og ég elska það að reyna að bæta mig. Ég ver 5-8 tímum í æfingar á hverjum degi og síðan er ég 2 tíma í æfingasalnum.

Tiger hefir breytt leiknum algerlega tæknilega séð en einnig hvað varðar formið og sveigjanleikann. Það hefir hjálpað íþróttinni mikið.

Zuël vill hvetja ungar stelpur og konur til þess að spila golf með því að sýna fram á að konur geti náð efstu sætum og skemmt sér í golfleiknum.

Þótt æfingarnar séu stífar finnur Zuël samt alltaf tíma til þess að fara að versla með vinkonum sínum eða í bíó.

Árið 2008 var Zuël með samning við sömu umboðsskrifstofu og David Beckham og þau eru mestu mátar og hún virðist líta mjög upp til hans, gæti skv. öðru myndskeiðinu sem hér fylgir m.a. ímyndað sér hann sem kylfusvein sinn! En grínlaust hún segir að hann hvetji sig áfram og hafi gefið sér mörg ráð m.a. að halda alltaf fókusnum.

Árið 2009 fluttist Henni Zuël á Wiltshire og Somerset svæðið og spilar nú og æfir í Cumberwell Park in Bradford on Avon. Með því að SMELLA HÉR má sjá myndskeið sem tekið var af Henni Zuël  2009 .

Henni Zuël í golfklæðnaði frá Calvin Klein

Henni Zuël í golfklæðnaði frá Calvin Klein

Sumarið 2010 gerði Zuël góðan auglýsingasamning við Calvin Klein og hefir klæðst fatnaði frá tískurisanum í öllum mótum sem hún hefir tekið þátt í,Zuël varð T-31 á  Opna breska kvennamótinu, 2010, sem verður að teljast ágætisárangur af nýliða.

Árið 2011 spilaði Henrietta í 13 events mótum á LET og besti árangur hennar þar var  á Raiffeisenbank Prague Masters, þar sem hún varð T-29. Hún varð nr. 116 á peningalistanum en hélt kortinu sínu á LET vegna þess að hún spilaði jafnhliða á LET Access Series þar sem hún vann 2 mót Terre Blanche Ladies Open og LETAS Ladies Open.

Árið 2012 lék Henni í 12 mótum og komst 8 sinnum í gegnum niðurskurð á LET. Þ.á.m. varð hún 3 sinnum meðal 10 efstu og jafnaði besta skor ferilsins T-3 árangur á ISPS Handa Ladies British Masters í Buckinghamshire golfklúbbnum.  Hún lauk árinu í 69. sæti og var með verðlaunafé upp á  €41,068.23. (rúmar 6 milljónir íslenskra króna).

Síðasta ár, 2013  var Henni ekki eins gott – Hún spilaði í 12 mótum en komst bara í gegnum niðurskurð í 5 mótum. Besti árangur hennar var þar að auki T-11 árangur á Honma Pilsen Golf Masters. Hún varð því að fara aftur í Lalla Aicha Tour School, en varð sem segir T-10 (í raun 12. sæti) og spilar því að LET keppnistímabili 2014 eins og 6 ár þar á undan!