Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Maria Salinas (16/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anais Magetti; Maria SalinasIsabelle Boineau og Cathryn Bristow, en þar af hafa tvær síðastnefndu þegar verið kynntar.

Sú sem verður kynnt í kvöld er Maria Salinas, sem varð í 16.sætinu á eins og segir 359 höggum (77 67 74 69 72).

Maria er fædd 29. október 1989 og er því 24 ára.  Hún er fyrsti kylfingur til þess að spila á LET frá Perú og komst fyrst á Evrópumótaröð kvenna með því að verða T-9 í Lalla Aicha Tour School 2012.  Þá var skrifuð eftirfarandi kynning á Golf 1 á Mariu, sem er í góðu gildi í dag og má sjá með því að SMELLA HÉR: