Nýju stúlkurnar á LET 2014: Sally Watson (30/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 2 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þá stúlku sem varð í 2. sætinu þ.e. Sally Watson en hún lék á 5 undir pari, 355 höggum (73 71 74 69 68)
Sally Watson fæddist 10. júlí 1991 og er því 22 ára. Watson byrjaði í golfi 4 ára og segir foreldra sína hafa haft mestu áhrif á feril sinn en þau hafi sagt henni að eltast við drauma sína og gefa það besta af sjálfri sér. Heima í Skotlandi er Watson félagi í Castle Stuart Golf Links. Watson var í bandaríska háskólagolfinu en hún var í Stanford og lék þar í 4 ár golf með skólaliðinu og er nú útskrifuð með BA gráðu í alþjóðasamskiptum.
Meðal hápunkta Sally frá háskólaárunum er eftirfarandi:
Hún varð þrisvar sinnum Pac-12 Honourable Mention Team
Hún var í NGCA Division 1 og í Golfweek All-American Honourable Mention liðunum
Hún sigraði í einstaklingskeppninni 2013 á Sonoma State Spring Invitational
Hún var sigurvegari the 2011 Cougar Cup, þar sem gestgjafi var Washington State University
Sally var sigurvegari á 2009 Peg Barnard Invitational, gestgjafi: Stanford University
Meðal hápunkta Sally Watson sem áhugamanns er eftirfarandi:
• Sally var tvívegis valin í Great Britain & Ireland Curtis Cup liðið
• Hún var tvisvar í the European Junior Solheim Cup liðinu
• Hún var fulltrúi Skotlands í the World Amateur Team Championship, tvívegis
• Sally sigraði the 2012 Ladies British Open Amateur Championship Qualifying Tournament
• Hún hefir verið í landsliði Skotlands bæði sem unglingur og í kvennaflokki
• Sally sigraði tvísvar á US Girls’ Junior Championship Qualifier
• Hún er breskur höggleiksmeistari í unglingaflokki þ.e. sigraði í British Girls’ Stroke Play Championship
• Varð í 2. sæti í British Girls’ Championship
• Sigurvegari The Daily Telegraph Junior Golf Championship
• Sigurvegari á The Daily Telegraph Joyce Wethered Award for an Up and Coming Amateur
• Sigurvegari the Scottish Girls’ Amateur Championship
Watson gerðist atvinnumaður í golfi 16. júní 2013. Alger hápunktur á ferli Sally Watson er að hafa landað 2. sætinu í Lalla Aicha Tour School og hafa áunnið sér kortið sitt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Loks mætti geta að meðal áhugamála Sally Watson er að spila körfubolta, en hún var í skoska körfuboltalandsliðinu áður en hún byrjaði í golfi. Henni finnst líka gaman að öðrum íþróttum (og fylgist með félögum sínum í Stanford í háskólaíþróttunum) og eins finnst henni bara gaman að vera heima með fjölskyldu sinni og vinum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024