Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2015 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Maha Haddioui (23/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu.

Næst verða kynntar þrjár stúlkur sem urðu í 10.-12. sætinu, en þær léku á samtals 4 undir pari. Þetta eru þær  Maha Haddioui frá Marokkó,  Anne Van Damm, frá Hollandi og  Monique Smit frá Suður-Afríku.

Sú sem kynnt verður í dag er Maha Haddioui frá Marokkó. Hún lék á samtals 4 yfir pari, skorinu 356 höggum (72 70 70 70 74)

Maha Haddioui fæddist 1988 í Casablanca í Marokkó og er sú fyrsta til þess að spila á LET frá Marokkó. Hún er 26 ára.

Haddioui byrjaði að spila golf 13 ára, þ.e. árið 2001, í Golf du Soleil Agadir þar sem hún vann í sveilfunni sinni hjá Jean Marie Kazmierczak.  Frá árinu 2003 (15 ára) fór  Maha að koma fram sem fulltrúi Marokkó í kvennagolfinu allsstaðar um Evrópu.  Hún komst í úrslit í mörgum áhugamannamótum víðsvegar um Evrópu og vann Arab Championships 5 sinnum.

Eftir að Maha náði stúdentsprófi sínu í Lycee Francais d’Agadir, fór Maha til Bandaríkjanna og tók þátt í bandaríska háskólagolfinu og stundaði nám í 4 ár í Lynn University. Á háskólaárum sínum var hún m.a. útnefnd íþróttamaður ársins í Flórída.

Árið 2010 útskrifaðist hún frá Lynn University og sneri aftur til Marokkó.

Eftir endurkomu hennar heim gerðist Maha atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á  Let Access Tour (2. deild the Ladies European Tour skammst. LET) og á nokkrum mótum á Evrópumótaröð kvenna þ.e. LET.

Í desember 2012 varð hún sú fyrsta frá Marokkó og fyrsti arabíski atvinnumaðurinn til þess að spila á Evrópumótaröðinni eftir að hún komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins á 16 undir pari og varð í 20. sæti á 2. stiginu og vann þannig inn kortið sitt í fyrsta sinn.

Maha varð að fara aftur í Q-school 2014 og er nú búin að tryggja sér keppnisrétt 2015!

Til þess að fræðast nánar um Haddioui þá má skoða heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: