Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Karolin Lampert (61/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum.

Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Þýskalandi (68 70 73 67 68); Agathe Sauzon frá Frakklandi (71 66 67 73 69); Celina Yuan frá Ástralíu (70 66 67 72 71) og Celine Boutier frá Frakklandi 65 69 67 70 75).

Í dag verður byrjað að kynna Karolin Lampert.

Karolin Lampert fæddist í Sandhausen, Þýskalandi 20. febrúar 1995 og er því 22 ára.

Hún segir afa sinn hafa haft mest áhrif á golfið sitt.

Í Þýskalandi er Lampert í golfklúbbi St. Leon Rot.

Uppáhaldskylfingur Lampert er Jason Day og uppáhaldsgolfvöllur er Buckinghamshire GC.

Karoline Lampert gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2014.

Meðal áhugamála Karolin utan golfsins eru íþróttir almennt, lestur bóka og tónlist.

Sjá má eldri kynningargrein Golf 1 um Lampert sem skrifuð var þegar hún komst fyrst á LET keppnistímabilið 2014 þá aðeins 19 ára SMELLIÐ HÉR: