14/03/2020. Ladies European Tour 2020. Investec South African Women’s Open. Westlake Golf Club, Westlake, Cape Town, South Africa. Mar12-14 2020 Alice Hewson of England with her trophy. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Alice Hewson (61/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27. sætinu; þær tvær sem urðu T-25; þá sem varð ein í 24. sætinu; þær fjórar sem deildu 20. sætinu; þær 10 stúlkur sem voru T-10; loks þær tvær sem urðu T-8; þýski kylfingurinn Sarina Schmidt, sem var ein í 7. sætinu og norski kylfingurinn Maiken Bing Poulsen, sem var ein í 6. sætinu.

Næst verður kynnt sú stúlks sem varð í 5. sæti á lokaúrtökumótinu en það var áhugamaðurinn Alice Hewson. Hún lék á samtals á 5 undir pari pari, 356 höggum (76 68 70 73 69) og tryggði sér þar með öruggt sæti og fullan spilarétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (skammst: LET). Hún er jafnframt sú fyrsta sem kynnt verður sem var með heildarskor undir pari.

Alice Hewson fæddist 19. ágúst 1997 og er því 23 ára.

Hewson er frá Berkhamsted í Hertfordshire á Englandi.

Hún byrjaði að spila golf 6 ára og tók þátt í fyrsta móti sínu aðeins 7 ára.

Hún sigraði U13 meistaramótið og var í U18 landsliði Englands aðeins 15 ára.

Hún hefir spilað í 5 Vagliano Trophy liðakeppnum og eins var hún fulltrúi GB og Írlands í Curtis Cup árin 2016 og 2018. Ennfremur tók hún þátt í Asto Trophy.  Jafnframt var hún fulltrúi Englands í European Girl´s Team tvívegis og lék 5 sinnum í European Ladies Team Championship, en lið hennar sigraði tvö ár í röð 2016 og 2017.

Hewson spilaði í bandaríska háskólagolfinu á árunum 2015-2019 með liði Clemson University. Hún vann sem nýliði einstaklingskeppnina tvívegis og við útskrift var hún búin að setja 49 met við Clemson.

Hewson gerðist atvinnumaður í golfi 2019.

Þrátt fyrir ungan aldur á Hewson nokkra sigra í beltinu á stórmótum m.a. sigraði hún 2019 á European Ladies Amateur og eftir að hafa náð kortinu sínu á LET gerði hún sér lítið fyrir og sigraði þegar á nýliðaári sínu þ.e. á Investec South African Women´s Open. 

Sjá má nýlegt kynningarviðtal við Hewson með því að SMELLA HÉR: