Nýju stúlkurnar á LET 2020: Amy Boulden (65/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.
Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:
Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.
Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27. sætinu; þær tvær sem urðu T-25; þá sem varð ein í 24. sætinu; þær fjórar sem deildu 20. sætinu; þær 10 stúlkur sem voru T-10; loks þær tvær sem urðu T-8; þýski kylfingurinn Sarina Schmidt, sem var ein í 7. sætinu og norski kylfingurinn Maiken Bing Poulsen, sem var ein í 6. sætinu og Alice Hewson frá Englandi, sem var ein í 5. sætinu.
Nú á bara eftir að kynna þá sem sigraði á lokaúrtökumótinu, sem Guðrún Brá „okkar“ Björgvinsdóttir hlaut kortið sitt og fullan þátttökurétt á LET. Búið er að kynna þá sem hafnaði í 4. sætinu en það var svissneski kylfingurinn Kim Metraux. Svo voru kynntar þær, sem urðu í 2. sætinu en það voru skoski áhugamaðurinn Alison Muirhead og Magdalena Simmermacher, frá Argentínu. Þær léku báðar á samtals 7 undir pari, hvor. Nú er komið að 65. og lokagreininni í þessum greinaflokki þar sem nýju stúlkurnar á LET 2020 voru kynntar. Hér að lokum er loks kynntur sigurvegarinn á lokaúrtökumótinu: AMY BOULDEN frá Wales!!!
Amy Boulden fæddist í St. Asaph í Englandi, 6. ágúst 1993 og er því 27 ára.
Hún er 1,68 m á hæð.
Hún kefir verið fulltrúi Wales á golfmótum frá 13 ára aldri og hefir átt einn glæstasta feril í velskri golfsögu. Hún átti m.a. þátt í 3 sigrum á Home International (2008, 2009 og 2013).
Boulden var fulltrúi Evrópu í Junior Ryder Cup og >Junior Solheim Cup og var í liði GB & Írlans í Astor Trophy 2011, Curtis Cup 2012 og Vagliano Trophy 2011 og 2013.
Í einstaklingskeppnum varð Boulden m.a. velskur stúlknameistari (2008), Scottish Open Amateur Champion (2012), Welsh Open Amateur Stroke Play Champion (2013) and English Open Amateur Stroke Play Champion (2013. Hún varð í 2. sæti á Ladies’ British Open Amateur Stroke Play Championship, árið 2010.
Boulden var m.a. valin yngri íþróttakona ársins af BBC Wales 2008. Hún hefir þrívegis tekið þátt í Women´s British Open ((Royal Birkdale 2010, Royal Liverpool 2012 and St Andrews 2013), en komst ekki í gegnum niðurskurð í neinu þeirra.
Árið 2013 gerðist Boulden atvinnumaður í golfi. Árið þar á eftir, 2014, var hún valin nýliði ársins á LET eftir að hún náði 12 sinnum niðurskurði í þeim 16 mótum, sem hún spilaði í og var m.a. í 2. sæti á Lacoste Ladies Open de France, í 3. sæti á Sberbank Golf Masters og T-4 í Ladies German Open.
Fyrsti sigurinn, sem atvinnumaður kom á LET Access á the Association Suisse de Golf Ladies Open eftir 6 holu bráðabana í maí 2014.
Árið 2015 varð hún í 101. sæti á heimslistanum og var í 10. sæti á stigalista LET eftir að hún varð T-9 á Women´s British Open 2015.
Á árunum 2015-2018 átti hún nokkra topp-5 árangra m.a. á Buick Championship (2015); Lacoste Ladies Open de France (2016) og Ladies European Thailand Championship (2017).
Hún spilaði í 17 mótum í 2. deildinni í Bandaríkjunum þ.e. keppnistímabilið 2019 og þar komst hún 14 sinnum gegnum niðurskurð og besti árangurinn var T-5 á Zimmer Bioment Championship.
Síðan komst Boulden aftur á LET eftir sigur í lokaúrtökumótinu 2019.
Á þessu ári hefir hún þegar landað fyrsta sigri sínum á LET en hann kom á VP Bank Swiss Ladies Open sl. september.
Glæsilegur kylfingur Amy Boulden!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024