Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Anne Charlotte Mora (56/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27. sætinu; þær tvær sem urðu T-25; þá sem varð ein í 24. sætinu og þær fjórar sem deildu 20. sætinu.

Næst verða kynntar þær 10 stúlkur sem deildu 10. sætinu þ.e. urðu T-10, en allar spiluðu þær á samtals 3 yfir pari, 364 höggum og tryggðu sér þar með öruggt sæti og fullan spilarétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (skammst: LET). Ein þessara stúlkna, Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefir þegar verið kynnt, en kynning hennar var birt aftur. Hinar 9 sem náðu þessum glæsilega árangri að verða T-10 voru Charlotte Thomas frá Englandi; Tiia Koivisto frá Finnlandi, Eun Jung Ji frá S-Kóreu, Sophie Hausmann og Carolin Kauffmann frá Þýskalandi, Morgane Metraux frá Sviss, Filippa Moork frá Svíþjóð, Pia Babnik frá Slóveníu, en hún var jafnframt yngsti keppandinn í þessu lokaúrtökumóti og síðan hin franska Anne Charlotte Mora.

Búið er að kynna allar, sem urðu T-10 og í dag verður síðasti T-10 kylfingurinn kynntur, franski kylfingurinn Anne Charlotte Mora, en hún varð uppreiknað í 10. sætinu.

Anne Charlotte Mora fæddist 20. apríl 1997 í Orléans, Frakklandi og er því aðeins 23 ára.

Hún er dóttir Franck & Hélène Mora og á einn bróður, Grégoire. Pabbi Anne Charlotte er PGA golfkennari.  Hún sagði í viðtali að með föður sem golfkennara og móður sem vann í proshop-inu á golfvellinum, sem hún ólst upp á, þá hafi hún mjög snemma ætlað sér að verða atvinnumaður í golfi.

Klúbbur hennar í Frakklandi er Golf de l´Ile D´or.

Mora lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Texas State, The Bobcats, árin 2016-2019. Sjá má um afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má nýlegt kynningarviðtal við Mora með því að SMELLA HÉR: